Mannabreytingar í stafræna teyminu 

Í vor kvöddu þær Fjóla María og Hrund stafræna teymið og héldu á vit nýrra ævintýra. Í ágúst kom svo Dagný Edda Þórisdóttir til liðs við teymið. Dagný er mörgum sveitarfélögum að góðu kunn en hún kemur frá Advania þar sem hún var deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar Skólalausna.

Dagný Edda hefur víðtæka reynslu af vöru- og verkefnastjórnun. Hún starfaði fyrir Reykjavíkurborg í fjölmörg ár og þekkir því sveitarfélögin og þarfir þeirra afar vel. Dagný mun byrja á að taka við verkefnum er varða flutning vefja sveitarfélaga á Ísland.is ásamt því að sinna öðrum verkefnum í stafræna teyminu. Það er mikill fengur í að fá svo öfluga konu til liðs við okkur og við bjóðum Dagnýju Eddu velkomna til starfa.