Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the ultimate-member domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6114
Mannabreytingar í stafræna teyminu  - Stafræn sveitarfélög

Mannabreytingar í stafræna teyminu 

Í vor kvöddu þær Fjóla María og Hrund stafræna teymið og héldu á vit nýrra ævintýra. Í ágúst kom svo Dagný Edda Þórisdóttir til liðs við teymið. Dagný er mörgum sveitarfélögum að góðu kunn en hún kemur frá Advania þar sem hún var deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar Skólalausna.

Dagný Edda hefur víðtæka reynslu af vöru- og verkefnastjórnun. Hún starfaði fyrir Reykjavíkurborg í fjölmörg ár og þekkir því sveitarfélögin og þarfir þeirra afar vel. Dagný mun byrja á að taka við verkefnum er varða flutning vefja sveitarfélaga á Ísland.is ásamt því að sinna öðrum verkefnum í stafræna teyminu. Það er mikill fengur í að fá svo öfluga konu til liðs við okkur og við bjóðum Dagnýju Eddu velkomna til starfa.