Ný gervigreindarverkefni fyrir dönsk sveitarfélög

Sveitarfélög í Danmörku eru að setja af stað sex ný gervigreindarverkefni til að auka reynslu í notkun gervigreindar hjá sveitarfélögum og umdæmum á þessu ári.

Spurningar sem þau ætla að reyna að fá svör við með þessum verkefnum eru meðal annars hvernig hægt sé að nota gervigreind til að minnka kolefnisspor og hvort hægt sé að bæta gæði þjónustu við aldraða með hagræðingu á áætlunum heimsókna. Úthlutað hefur verið 60 milljónum danskra króna í ýmis verkefni sveitarfélaga og landshluta.

Verkefnið aukin samfella í öldrunarþjónustu með gervigreind felur í sér að nota reiknirit til að útbúa heimsóknaráætlanir starfsmanna þar sem ein af breytunum er hámarksfjöldi mismunandi starfsmanna fyrir einn eldri borgara. Reikniritin munu hámarka aksturstímann og skapa öruggari ummönnun aldraðra þar sem eldri borgararnir mæta sem fæstum ólíkum andlitum. Tilgangur verkefnisins er að skapa traust og samfellu sem hefur jákvæð áhrif á gæði öldrunarþjónustu, en það skapast þegar starfsmennirnir þekkja óskir og þarfir eldri borgarana.

Verkefnið fínstillt byggingarnotkun með gervigreind felur í sér að þróa aðgerðaráætlanir sem munu hjálpa til með að hámarka nýtingu grunnskóla, sérstaklega síðdegis og á kvöldin, og draga þannig úr orkusóun. Grunnskólar eru oft stór hluti bygginga sveitarfélaga og húsnæði þeirra hefur oft litla orkunotkun og þar með mikla orkusóun.

Þau verkefni sem danir munu setja af stað í byrjun þessa árs með aðstoð gervigreindar =

  • Smartmail - skynsamleg meðferð pósts
  • Stuðningur við ákvarðanatöku vegna vinnslu aðgangsgagna sveitarfélaga
  • Skilvirkt og heildrænt átak með gervigreind og gagnagrunnsbundinni Process Mining
  • Fínstillt byggingarnotkun með gervigreind
  • Aukin samfella í öldrunarþjónustu með hagræðingu sem byggir á gervigreind
  • Gervigreind til stuðnings heimsóknum á endurhæfingarnámskeið

Nánari upplýsingar um verkefnin.