Reynslusaga um Betra Ísland

Ný reynslusaga er komin inn á vefinn fyrir Betra Ísland frá þeim Sigrúnu verkefnastjóra íbúatengsla í Kópavogi og Sólveigu skipulagsfræðing í Garðabæ.

Þær sögðu frá því hvernig sveitarfélögin nýta sér Betra Ísland, þátttöku íbúana, kosti og áskoranir við notkun kerfisins. Betra Ísland hefur verið notað af mörgum sveitarfélögum til að setja upp hugmyndasöfnun á verkefnum þar sem hægt er að kjósa milli hugmynda þar sem verkefnum er þá forgangsraðað í samráði við íbúa.

Bæði Kópavogur og Garðabær hafa fengið góða þátttöku íbúa þegar kemur að hugmyndasöfnunum fyrir framkvæmdir í þeirra sveitarfélögum.

Hér er hægt lesa um reynslu þeirra á notkun Betra Íslands.