Sérfræðingur í stafrænni umbreytingu

Í boði er áhugavert starf í stafrænu umbreytingarteymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Teymið  vinnur með öllum sveitarfélögum landsins til að koma þeim í fremstu röð í heiminum í stafrænni þjónustu hins opinbera. Við leitum að drífandi og áhugasömum einstaklingi í teymið. Með nýrri hugsun og nálgun og stafrænni umbreytingu spörum við fólki og fyrirtækjum tíma, aukum hagræði og höfum jákvæð áhrif á umhverfið.

Sérfræðingurinn mun vinna að tæknilegri framtíðarsýn fyrir sveitarfélög og að því að efla notendavæna stafræna þjónustu þeirra. Viðkomandi þarf að hafa skýra sýn á þau tækifæri sem stafræn umbreyting felur í sér, búa yfir frumkvæði og krafti til að hrinda breytingum í framkvæmd, hafa hæfni í samskiptum og samvinnu, getu til að taka ákvarðanir, breiða reynslu og þekkingu, auk þess metnað til að ná árangri í þágu sveitarfélaganna, íbúa þeirra og samfélagsins alls.

Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að starfsmannahópurinn endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gerð leiðbeinandi tæknigrunns fyrir sveitarfélögin sem styður stefnumörkun stafrænna umbreytinga sveitarfélaganna
  • Stuðla að bættri hagnýtingu gagna og upplýsingatækni í rekstri tækniumhverfis sveitarfélaga
  • Leiða vinnu sem miðar að því að auka hagkvæmni í rekstri tækniumhverfis sveitarfélaga, að nýta tækifæri til samrekstrar og sameiginlegrar samningagerðar um hugbúnaðarkaup
  • Áætlanagerð og áhættustýringu verkefna sem snúa að sameiginlegri innviðauppbyggingu á sviði upplýsingatækni
  • Mat og forgangsröðun sameiginlegra verkefna sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu
  • Stuðla með virkum hætti að auknu samstarfi sveitarfélaga og ríkis á sviði upplýsingatækni
  • Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni
  • Uppbygging stuðnings og verkfæra fyrir stafræna umbreytingu sveitarfélaga

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólapróf í upplýsingatækni eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af stafrænni umbreytingu
  • Þekking á uppbyggingu gagnainnviða, nýtingu gagna og greiningum
  • Þekking á þróun skýjalausna þ.m.t. vefþjónusta
  • Þekking á Microsoft Office365 þjónustum
  • Geta til að stýra verkefnum, þ.m.t. skipulagning og áætlanagerð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni í ræðu og riti á skipulegan og skýran hátt
  • Geta til að koma upplýsingum frá sér á skýran hátt
  • Greiningarhæfni og túlkun gagna
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Yfirsýn og þekking á markaðsþróun upplýsingatæknimála og hvernig sú þróun skapar tækifæri fyrir sveitarfélögin
  • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku og einu Norðurlandamáli

Óstaðbundið starf

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Vinnustaðurinn

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á

Nánari upplýsingar veita Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs, netfang:anna.gudrun.bjornsdottir@samband.is, og Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.  

Áhugasömum er bent á að senda umsóknir hér: Sérfræðingur í stafrænni umbreytingu | Samband íslenskra sveitarfélaga | Fullt starf Reykjavík | Alfreð (alfred.is)