Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the check-email domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the uncanny-automator domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121
Sorphirðudagatal á Lausnatorgi - Stafræn sveitarfélög

Sorphirðudagatal á Lausnatorgi

Fyrsta lausnin sem var sett inn í Lausnatorgið er Sorphirðudagatalið. Sveitarfélög geta sett upp lausnina á sínar vefsíður og boðið íbúum uppá að leita eftir næstu losunardögum sorps.

Þau sveitarfélög sem hafa skipulagða sorphirðu hvert ár geta nýtt sér lausnina. Sorphirðudagatalið býður uppá að geta slegið inn götuheiti og þá koma upp næstu losunardagar fyrir bæði grátunnu og blátunnu. Einnig kemur listi yfir þær losunardagsetningar sem eru eftir af árinu.

Til að setja upp Sorphirðudagatalið á vefsíðu sveitarfélags er hægt að sækja opinn forritunarkóða sem fylgir lausninni. Þá þarf að uppfæra Javascript skrána sem fylgir með þeim götuheitum og losunardagsetningum sem eiga við sveitarfélagið. Hér er að finna nánari lýsingu og upplýsingar um Sorphirðudagatalið.

Fleiri lausnir eru svo væntanlegar á Lausnatorgið, meðal annars reiknivélar fyrir fasteignagjöld, leikskólagjöld, dagforeldra og frístundaheimili.