Reynslusaga um stafrænan frímiða á gámasvæði

Ný reynslusaga er komin inn á vefinn frá henni Sigríði M. Björgvinsdóttir, deildarstjóra upplýsingatækni og stafrænnar þróunar í Árborg. Íbúar sveitarfélagsins notuðu þetta árið stafrænan frímiða á gámasvæðið í stað heimsends frímiða eins og fyrri ár.

Sigríður sagði okkur frá uppsetningunni á frímiðanum, kostina við að nota stafræna lausn og áskoranir sem urðu við vinnuna. Stafræni frímiðinn var unninn í samstarfi við SmartSolutions sem sérhæfir sig í stafrænum kortum og miðum.

Margir kostir eru við að nota stafrænan frímiða í stað heimsends frímiða. Meðal annars þá var ódýrara fyrir sveitarfélagið að nýta lausnina frekar en að prenta út og bera út frímiðina eins og fyrri ár. Einnig er mun auðveldara að fylgjast með tölulegum upplýsingum varðandi notkun frímiðans. Þessi lausn gæti hentað í marga einfalda hluti fyrir önnur sveitarfélög í stað þess að senda með pósti á alla íbúa.

Hér er að finna nánari lýsingu og upplýsingar um stafræna frímiðann.