Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið á Akureyri 28.-30.september.
Í umræðuhópum var farið yfir stefnumarkmið og þau voru ýmist uppfærð eða nýjum markmiðum bætt við. Þessi markmið eru svo í kjölfarið lögð fyrir nýja stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmiðin sem snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga eru þessi:
- Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið
- Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana.
- Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum.
- Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt.
- Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni (e. center of excellence) með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning.
Áhersla til að auka framleiðni
Lögð var fyrir spurning í umræðuhóp stafrænnar umbreytingar þar sem spurt var um hvað kjörnir fulltrúar vilji leggja áherslu á til að auka framleiðni. Svörin sem komu inn í gegnum Slido voru eftirfarandi:
Bás stafræns umbreytingateymis
Stafræna umbreytingateymið var með bás á Landsþinginu þar sem spilaðar voru kynningar á stafrænum verkefnum sveitarfélaga og stafræns pósthólfs á Ísland.is.