Vefráðstefnan verður haldin þann 29.september nk. frá kl. 9:00-12:30. Hún verður opin öllum og allir sem áhuga hafa á stafrænni umbreytingu sveitarfélaga eru hvattir til að skrá sig.
Skráning á ráðstefnuna fer fram hérna.
Nýtt stafrænt umbreytingarteymi sveitarfélaganna mun kynna hvernig það ætlar að vinna með sveitarfélögum, þau samstarfsverkefni sem ætlunin er að fara í á næsta ári og fara yfir fjármögnun vegna fjárhagsáætlanagerðar sveitarfélaga fyrir næsta ár.
Umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga inn á Ísland.is
Fyrsta samstarfsverkefni sveitarfélaga er umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Verkefnið er komið vel á veg og mun ljúka í lok árs. Á ráðstefnunni verður kynntur ávinningurinn af því að vinna saman inn á Ísland.is og hvernig tæknihögun verður fyrir sveitarfélögin.
Lausnatorg - miðlæg miðlun og deiling lausna
Rasmus Frey framkvæmdastjóri OS2, samstarfsvettvangs danskra sveitarfélaga, mun segja frá hvernig þau hafa deilt smærri opnum lausnum (e. open source) sín á milli og þannig náð að hraða stafrænni umbreytingu. Stafræna umbreytingarteymið mun kynna nýtt lausnatorg fyrir sveitarfélögin á https://stafraen.sveitarfelog.is/.
Reynslusögur sveitarfélaga
Nokkur sveitarfélög munu segja frá stafrænni umbreytingu sinni og hvernig þau hafa nýtt sér samstarf til að hraða henni.
Sameiginlegt áhættumat kennsluhugbúnaðar inn á stafraen.sveitarfelog.is
Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa unnið saman að þessu verkefni sem verður kynnt á ráðstefnunni.
Kjörnir fulltrúar og aðrir stjórnendur sveitarfélaga og starfsmenn eru hvött til þátttöku á ráðstefnunni. Taktu hálfan dag frá og skráðu þig hér. Nánari dagskrá verður birt á næstunni.