Vinnustofa fyrir skrifstofuumhverfi sveitarfélaga

Vinnustofa var haldin miðvikudaginn 12. október sl. fyrir fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Vinnustofan var vegna ákvörðunartöku um kaup á hugbúnaði fyrir skrifstofuumhverfi sveitarfélaga. Þátttakendur vinnustofunnar voru að mestu leyti fjármálastjórar eða ákvörðurnartökuaðilar vegna hugbúnaðarkaupa, alls 22 manns frá um 12 sveitarfélögum.

Í fyrri hluta vinnustofunnar voru haldnar þrjár kynningar: Fjóla María Ágústsdóttir leiðtogi stafræns umbreytingateymis sveitarfélaga kynnti tæknilega innviðauppbyggingu sveitarfélaga til að takast á við tækninýjungar og stafræna umbreytingu, Tryggvi Jónsson frá Trigger ehf. kynnti meiri samvinnu og betri samskipti með samræmdum innviðum og skrifstofuumhverfi og í lokin sagði Sigríður Magnea Björgvinsdóttir verktaki stafræna umbreytingateymisins og deildarstjóri upplýsingatæknisviðs Árborgar frá einfaldari skjalamálum og hvers vegna.

Í seinni hluta vinnustofunnar greindi hópurinn áskoranir/hindranir sveitarfélaga við hugbúnaðarkaup.

Bás stafræns umbreytingateymis á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Líkt á Landsþingi sambandsins, þá var stafræna umbreytingateymið með bás á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem sýndar voru glærur með ýmsum gagnlegum upplýsingum varðandi stafræn málefni sveitarfélaga.