Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the check-email domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the uncanny-automator domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /nas/content/live/stafraensveita/wp-includes/functions.php on line 6121
Vinnustofa fyrir spjallmenni sveitarfélaga - Stafræn sveitarfélög

Vinnustofa fyrir spjallmenni sveitarfélaga

Vinnustofa vegna spjallmennis fyrir sveitarfélögin var haldin þann 22.ágúst í höfuðstöðvum Reykjavíkurborgar. Það var mjög góð mæting, bæði af þjónustufulltrúum og sérfræðingum. Alls mættu 35 manns frá 11 sveitarfélögum.

Fyrir hádegi byrjaði dagurinn á kynningu um verkefnið sjálft frá stafræna umbreytingateymi sambandsins. Þar á eftir hélt Fríða Rut frá stafrænu Íslandi kynningu á þeirra innleiðingarferli á spjallmenni og sömuleiðis Hrefna Dís og Rakel Sigrún frá Íslandsbanka. Anna Björk frá Gramatek sagði svo frá forgreiningu sem hún hefur unnið að fyrir sveitarfélögin. Þá var skipt í hópa og farið í að skoða áskoranir í framlínu, tækifæri sem gætu myndast með spjallmenni og hvað gæti haldið aftur árangri.

Eftir hádegi fór fram umræða um mögulegt stjórnskipulag og útboð. Kynnt var hvernig rekstur spjallmenna hjá sveitarfélögum í Danmörku fer fram. Ræddir voru möguleikar hvernig sameiginlegur rekstur gæti orðið hjá sveitarfélögum á Íslandi. Einnig var rætt um möguleikann á því að fara saman í útboð hjá Ríkiskaupum.

Þarfagreining verður unnin upp úr niðurstöðum vinnustofunnar sem mun sýna fram á þau tækifæri og áskoranir sem munu felast samstarfinu. Þessi greining mun verða til grundvallar að næstu skrefum í ákvörðunum sveitarfélaga varðandi að fara í samstarf með spjallmenni.