Vinnustofa með Google

Þann 9. október ætlar Google að halda vinnustofu um Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP eða DPIA). Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem bera ábyrgð á Google for Education í grunnskólum og er sett upp í tengslum við athugasemdir Persónuverndar á notkun hugbúnaðarins í skólum.

Áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá og skrá sig hér.

Fjölmörg sveitarfélög hafa nýtt sér Google for Education í grunnskólum en Persónuvernd hefur líkt og sambærilegar stofnanir í Evrópu, hefur gert athugasemdir við hugbúnaðinn og meðferð á persónuupplýsingum nemenda. Vinna hefur staðið yfir á vegum sveitarfélaganna með aðkomu Google. Vinnustofan er hluti af framlagi Google en sambærilegar vinnustofur hafa verið haldnar bæði í Noregi og Svíþjóð.