(Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands 2021

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni er stafræn umbreyting stjórnsýslunnar, staða og framtíð. Ráðstefnan verður haldin þann 12. nóvember kl. 9-12 á Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Nánari upplýsingar og skráning

Dagskrá

8:30-9:00 Fundargestir koma – morgunkaffi

9:00-9:10 Fundarsetning
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður

9:10-9:35 Stóra myndin í stafrænni umbreytingu
Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur fjármála- og efnahagsráðuneytinu

9:35-10:00 Samstarf sveitarfélaga í stafrænni breytingu
Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns þróunarteymis og breytingastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

10:00-10:30 Kaffi

10:30-10:55 Stafræn vegferð Tryggingastofnunar
Hermann Ólason, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Tryggingastofnunar

10:55-11:20 Staða og stefna Þjóðskjalasafns Íslands í stafrænni umbreytingu í langtímavarðveislu gagna
Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands

11:20-12:00 Pallborð

Fundarstjóri er Heiðar Lind Hansson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands