Leiðbeiningar um uppsetningar

Hér er að finna leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um uppsetningar á ýmsum stafrænum kerfum. Leiðbeiningarnar eru til þess gerðar að halda utan um upplýsingar á einum stað sem geta auðveldað sveitarfélögum að setja upp stafræn kerfi. Komnar eru inn leiðbeiningar til að setja upp stafrænar tímabókanir með Microsoft en árið 2022 munu bætast við leiðbeiningar vegna ýmissa rammasamninga, eins og t.d. vegna rafrænna undirritana.