Samstarf í stafrænni þróun

Hér eru tilgreind viðmið sem gott er að hafa í huga og sem innblástur til að bæta samvinnu og samningagerð milli sveitarfélaga og viðskiptavina þeirra er snýr að tækni og tæknilausnum.

Góð samvinna krefst góðra mannlegra samskipta og þarf alltaf að byggjast á gagnkvæmu trausti og hreinskilni. Líta má á þessi viðmið sem tæki til að byggja upp traust og gangsæi milli samningsaðila og birgja til að auka líkur á árangursríku verkefni.

Góð stjórnun

Ein mikilvægasta forsenda góðs árangurs er að skapa gott samstarf þannig að stjórnendur og samningsaðilar beggja aðila skuldbinda sig til að tryggja gott andrúmsloft sín á milli. Góð stjórnun er forsenda farsældrar framkvæmdar verkefnis.  Góður leiðtogi verkefna býr til menningu, gildi og ferla innan starfseiningar sem stuðlar að víðsýni, ábyrgð, hæfniþróun og skipulagi þróunar og endurbóta.  Stjórnendur verða að sjá til þess að góðar og réttar forsendur fyrir samstarf séu til staðar í upphafi samstarfs.

Samræður

Samræður og sameiginleg gildi í upphafi, um erfiða þætti jafnt sem þá auðveldu, stuðla að skilningi á aðstæðum mismunandi aðila og auka líkur á hægt sé að komast í gegnum skoðanaágreining inna verkefnisins.  Hreinskilni er lykilorð í öllum samræðum. Í upphafi þarf samningsaðili sveitarfélags að skilgreina og lýsa því hvað góð samvinna þýðir og hvernig hún þarf að virka og hvaða tæki, tól og ferli þurfi að nota til að tryggja góða samvinnu.  Viðskiptavinir/birgjar þurfa að leggja fram tíma og leggja sitt að mörkum til opinnar samræðu með því t.d. að vera þátttakendur á kynningarfundum og upphafsfundi verkefna.  Á öllum stigum verkefna þurfa að vera upplýsingafundir þar sem umræða er tekin um stöðuna, verkefnið er metið og aðlagað.