Málþing á Hönnunarmars

Málþing þar sem þjónustuhönnun (e. civic design) í starfsemi Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar sem og hönnunarhugsun, sem er sú aðferðafræði sem Reykjavíkurborg beitir nú markvisst við þjónustuumbreytingu.

Sjö erindi voru flutt frá starfsfólk Reykjavíkurborgar sem gáfu góða og skemmtilega innsýn inn í hvernig unnið er að þjónustuhönnun hins opinbera. Í lokin var pallborð þar sem Dagur B. Eggertsson, Paul Bennett og Ragnheiður H. Magnúsdóttir ræddu opinbera þjónustuhönnun ásamt Fjólu Maríu Ágústsdóttur.