Rafræna ráðstefnan, Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa, var send út þann 11.júní 2021.
Birt á vef Reykjavíkurborgar:
Markmið ráðstefnunnar var að fara yfir stefnu og framtíðarsýn borgarinnar þegar kemur að þjónustuumbreytingu og stafrænni vegferð, hvernig og með hvaða hætti áætlað er að raungera markmið borgarinnar á næstu þremur árum og hvaða skref tekin hafa verið fram að þessu.
Tilgangur ráðstefnunnar var að fara yfir þær tæknibreytingar sem voru og eru nauðsynlegar, framkvæmdina, aðferðirnar og ýmiss áþreifanleg verkefni. Fram komu starfsmenn borgarinnar og lokaræða er í höndum formanns mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Kynnir var Bergur Ebbi Benediktsson, framtíðarfræðingur.
Fyrirlestra ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan:
Reykjavík sem manntæknifyrirtæki
Hagnýting gagna hjá Reykjavíkurborg
Umbylting í stærsta upplýsingatækniumhverfi landsins
Stafrænir leiðtogar, ný hlutverk innan borgarinnar
Stafræna framleiðslulínan
Markviss verkefna- og vörustýring
Íbúaleidd hönnun opinberrar þjónustu
Stafræn ásýnd borgar
Skapandi lögfræði