Vefráðstefna stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu var haldin þann 29. september. Ráðstefnan var einstaklega vel sótt en ætla má að nærri 700 manns hafi fylgst með streyminu.

Á vefráðstefnunni var sagt frá verkefnum sem sveitarfélögin vilja vinna að í samvinnu í framhaldi könnunar þess efnis sem framkvæmd var í sumar. Það var kynnt hvernig umsókn um fjárhagsaðstoð á Ísland.is mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum. 

Þá sagði Rasmus Frey framkvæmdastjóri OS2, samstarfsvettvangs sveitarfélaga í Danmörku frá því hvernig dönsk sveitarfélög hafa deilt smærri opnum lausnum (e. open source) sín á milli og aukið hraða og styrk sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu. Sveitarfélög sögðu einnig frá því hvernig þau hafa nýtt sér samstarfið til að hraða stafrænni umbreytingu sinni. Loks var nýtt lausnatorg á stafraen.sveitarfelog.is kynnt og hvernig stafrænt umbreytingarteymi sambandsins ætlar sér að vinna á næsta ári með sveitarfélögum.

Ráðstefnan er hér í heild sinni hér fyrir neðan klippt niður á hvert erindi.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis

Sævar Freyr Þráinsson, formaður stafræns ráðs og bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar

Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingateymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Andri Örn Víðisson, verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingateymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Andri Örn Víðisson, verkefnastjóri stafrænnar umbreytingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri á fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðarkaupsstað

Rasmus Frey, framkvæmdastjóri OS2 samstarfsvettvants sveitarfélaga í Danmörku

Hrund Valgeirsdóttir, verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðju menntamála Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar

Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarkaupsstað
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Árborg

Sunna Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Garðabæ
Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæ

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Akraneskaupstað

Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri stafrænt Ísland

Sævar Freyr Þráinsson, formaður stafræns ráðs og bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar