Kortavefur Hafnarfjarðar

Upplýsingar fengnar af vef Hafnarfjarðarbæjar.

Lýsing

Kortavefurinn er öflugt verkfæri til að kynnast Hafnarfirði betur. Þar má nálgast hafsjó af upplýsingum varðandi skipulagsmál, teikningar, starfsemi og þjónustu bæjarins. Skoðaðu Hafnarfjörð og umhverfið í nýju ljósi. Tilgangurinn er að greiða enn frekar aðgang að mikilvægum og vinsælum upplýsingum myndrænt á einum og sama staðnum.

Á miðlægu og opnu svæði kortavefs er hægt að sækja hafsjó af upplýsingum varðandi skipulagsmál, teikningar, starfsemi og þjónustu bæjarins. Þar má nálgast alla uppdrætti byggingarfulltrúa sem eru skannaðir og skráðir jafnóðum og þeir hafa verið samþykktir og þannig eru bæði sér- og aðaluppdrættir gerðir aðgengilegir með rafrænum hætti. Kortavefurinn er uppfærður daglega og tekur ætíð mið af nýjustu upplýsingum.

 

Um lausnina

Kortavefurinn var þróaður af Lofmyndum 

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Hafnarfjarðarbæ

Sigurjón Ólafsson
sviðsstjóri þjónustu og þróunar
sigurjono@hafnarfjordur.is

Kostir lausnarinnar

Á kortavef er m.a. hægt að nálgast eftirfarandi:

 • teikningar húsa og lóða í bænum
 • lausar lóðir
 • deiliskipulag
 • hverfamörk
 • skólahverfi
 • minja- og verndarsvæði
 • grunnþjónustu bæjarins eins og staðsetningu skóla, stofnana, leikvalla, sundlauga og grenndargáma
 • skipulag vatnsveitu, hita- og fráveitu ásamt lagnaleiðum
 • upplýsingar um þjónustu fyrirtækja og afþreyingu
 • jarðskjálftavirkni
 • vefmyndavélar
 • samgönguupplýsingar, umferðaslys og umferð á göngu- og hjólaleiðum

Upplýsingar

Upplýsingar hér að ofan eru fengnar af vef Hafnarfjarðar.

Ef uppdrættir finnast ekki á kortavefnum má leita til þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500 eða senda póst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is til að fá nánari upplýsingar. Skoðaðu Hafnarfjörð og umhverfið í nýju ljósi. Þú getur engu eytt og engu breytt, bara skoðað!