Stafrænt sundkort

Lýsing

Sundkortin virka þannig að fólk fer inn á slóðina gardakort.is eða skannar QR kóða sem er að finna í afgreiðslunni í sundlaugum Garðabæjar til að fara inn á síðuna þar sem hægt er að kaupa kort. Þar er valið hvaða kort fólk vill – eitt skipti, 10 eða 30 skipta kort eða árskort.  Svo er farið á greiðslusíðu, greitt fyrir sundkortið með greiðslukorti og þá er hægt að sækja stafræna sundkortið í símann.  Ef þetta er gert í símanum er kortið hlaðið beint niður símann í enda kaupferlis en ef gert er í öðru tæki eða í tölvu er kortið sótt í símann með QR kóða eða hlekk.  Tilgangurinn með stafrænu kortunum er að auðvelda fólki aðgengi að sundlaugum Garðabæjar, sundlaugagestir þurfa ekki að bíða í röð til að kaupa miða/kort heldur geta þeir afgreitt sig sjálfir á netinu.  Þegar kortið er komið í símann er mjög auðvelt að nota það til þess að fá aðgang í sundlaugarnar, og þarf ekki lengur að muna eftir að taka plastkort með í sund.

Um lausnina

Lausnin var þróuð í samstarfi við Wise, Smart Solutions og Tæknivit.

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Garðabæ

Sunna Guðrún Sigurðardóttir
verkefnastjóri stafrænnar þróunar
sunnas@gardabaer.is

 

Hvað þarf til að setja sundkortið upp?

Það þarf snjallsíma til að nota stafræna sundkortið, og að fara í gegnum rafrænt greiðsluferli til að kaupa það.

Kortið er geymt í Wallet appinu í iPhone og í Smart Wallet í Android (sama app og geymir t.d. kreditkortin í iPhone og stafræna ökuskírteinið).  Í sundlaugum Garðabæjar er síminn opnaður og borinn upp að stafræna sundkortalesaranum (er grænn) og þá opnast aðgangur í sundlaugina.  Kortin voru sett í loftið 1. apríl sl. og það eru alltaf fleiri og fleiri að sækja sér stafræna kortið.

Kostir stafræna sundkortsins

  • Engin bið í röð til að kaupa aðgang

  • Það að gleyma plastkortinu heima er úr sögunni

Áskoranir

Notendum hefur gengið ágætlega að kaupa og nota kortin/kerfið. Það hafa verið ýmsar áskoranir í þróunarferlinu og enn er verið að þróa kerfið og bæta við virkni þess.

Þróun lausnarinnar

Lausnin hjá Garðabæ var unnin í samvinnu við Wise, þjónustuaðila Navision á Íslandi, Smart Solutions sem er með lausn fyrir stafræn kort í símann og svo Tæknivit sem sér um aðgangshlið og annan vélbúnað í sundlaugum Garðabæjar.  Þessir 3 aðilar þurftu allir að tala saman í ferlinu svo allt gengi upp. Það voru flækjustig varðandi gagnagrunninn, þ.e. hvar upplýsingar um stöðu korta og eiganda þeirra eru geymdar. Svo eru hópar sem fá gjaldfrjáls kort, börn undir 18 ára og eldri borgarar, 67 ára og eldri.  Þessir hópar geta nú þegar náð sér í kortin gjaldfrjáls en enn er verið að vinna að lausn fyrir aðra hópa sem eiga að fá kortin gjaldfrjáls eða á afsláttarverði, t.d. öryrkjar og starfsmenn Garðabæjar. Tekin var ákvörðun um að fara ekki í þá vinnu að þróa lausn sem getur fært inneign af plastkorti yfir á stafræna kortið, heldur þurfa sundlaugagestir að klára fyrst inneignina á plastkortinu og kaupa sér þá inneign á nýja stafræna kort.  Og ekki er enn komin lausn á því hvernig börn sem ekki eru með rafræn skilríki geta sótt sér kortin, sem og þeir aðilar sem ekki eru með snjallsíma.  Þess vegna eru plastkortin enn seld og verða um ókomna framtíð en áætlað er að þeim fækki mjög í umferð á næstu mánuðum og árum.

Hentar lausnin þínu sveitarfélagi?

Kerfið ætti að geta hentað öllum þeim sem selja aðgang í sundlaugar.  Bókhaldskerfið Navision er í bakgrunninum, það heldur utan um stóran hluta ferlisins þannig að það til að ferillinn virki eins og hann er settur upp hjá Garðabæ þarf að hafa Navision kerfið uppsett.