3.nóvember 2022 – kl. 10:00
Origo hefur hafið samstarf við Cludo.
Cludo er leitarlausn fyrir vef, app og innra net sem er smíðuð til að hjálpa við að hámarka upplifun notenda og viðveru á vefnum á skilvirkan hátt. Cludo á í samstarfi við næstum 50% sveitarfélaga í Danmörku til að hjálpa þeim að takast á við áskoranir eins og:
- Lítil eða engin stjórn á leitarupplifun
- Viðeigandi niðurstöður ekki veittar, t.d. varðandi gamlar fréttir/síður eða skrár.
- Skortur á innsýn í hvernig gestir nýta leitina.
Hafnarfjarðarbær hefur inneitt leitarvélina og Reykjavíkurborg er einnig í þeirri vegferð.
Kjartan Hansson frá Origo kynnti samstarfið, Kristian Venås Johnsen fóru yfir kynningu á Cludo, og Sigurjón Ólafsson og Garðar Rafn Eyjólfsson fjölluðu um innleiðingu Hafnarfjarðabæjar.
Spjallstofan var haldin þann 3.nóvember kl. 10.
Hér er hægt að nálgast glærurnar frá Kjartani hjá Origo og glærur frá Kristian hjá Cludo.
Einnig er hægt að skrá sig á Webinar hjá Cludo sem er haldið þann 15.nóvember.