Kara Connect

7.mars 2022 – kl. 13:30

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fjallaði um Kara Connect sem er stafræn vinnustöð fyrir sérfræðinga sem vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar.  Vinnustöðin hýsir bókanakerfi, dagála, fjarfundarbúnað og tryggir aðgengi með Rafrænum skilríkjum og rekjanleika.  Hugbúnaðurinn getur tengst fyrirliggjandi dagatölum sem og vefskilum við önnur kerfi sem eru í notkun.  Hægt er að tengja saman teymi sérfræðinga og birta aðgengi að þeim í sérsniðnu miðlunartorgi, t.d. félagslega þjónustu eða sérkennslu fyrir stærra svæði.  Stjórnendur fá dýrmæt gögn um árangur og notkun þjónustu fyrir stefnumótandi ákvarðanir.

Reynslusaga vegna Kara Connect frá Akureyri

Spjallstofan var haldin þann 7.mars kl. 13:30-14.

Ert þú með hugmynd að vefkaffi spjallstofu? Þá getur þú komið þinni hugmynd á framfæri og hún gæti orðið fyrir valinu fyrir næsta vefkaffi.