Mælaborð með Power Bi

29.mars 2022 – kl. 13:00

Mikill áhugi hefur verið hjá starfsmönnum Reykjanesbæjar á notkun Power Bi sem greiningar- og skýrslugerðartól. Það einfaldar skýrslugerð, handtökum fækkar og sjálfvirkni eykst. Skýrslur sem notaðar eru í daglegum rekstri hjá Reykjanesbæ sýna meðal annars upplýsingar um fjárhags- og mannauðsupplýsingar, tölfræði félagsmála, íbúasýn, samfélagsgreiningar og margt fleira. Á fundinum var Jóhann Sævarsson frá Reykjanesbæ með stuttlega yfirferð og innsýn inn í þær skýrslur ásamt tengingum við vöruhús, vefþjónustur og aðrar milli töflur sem notaðar eru við smíði skýrslnanna.

Spjallstofan var haldin þann 29.mars kl. 13:00-13:45.

Ert þú með hugmynd að vefkaffi spjallstofu? Þá getur þú komið þinni hugmynd á framfæri og hún gæti orðið fyrir valinu fyrir næsta vefkaffi.