18.janúar – kl. 11:00
Í maí s.l. varð Dalvíkurbyggð fyrir gagnagíslatökuárás. Öll gögn á netþjónum sveitarfélagsins voru dulkóðuð og læst og fóru netglæpamennirnir fram á að greitt yrði lausnargjald til að opna aftur fyrir aðgang að þeim, auk þess sem hótað var að ef ekki yrði greitt yrðu gögnin birt á djúpvefnum. Bjarni Jóhann Valdimarsson kerfisstjóri hjá Dalvíkurbyggð og Magnús Birgisson hjá SecureIT fara yfir atburðarásina eftir að árásin uppgötvaðist og næstu daga á eftir. Einnig fara þeir yfir hvaða breytingar voru gerðar á tæknilegum innviðum og öryggisvörnum Dalvíkurbyggðar eftir árásina til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
Kynningin fór fram þann 18.janúar 2024 kl. 11-12.