Stafræn sundkort

11.maí 2022 – kl. 13:00

Í byrjun apríl tók Garðabær í notkun stafræn sundkort, lausn sem var unnin í samstarfi við íslensku tæknibirgjana Wise, Smart Solutions og Tæknivit. Tilgangurinn með stafrænu kortunum er að auðvelda fólki aðgengi að sundlaugum Garðabæjar, þar sem sundlaugagestir geta afgreitt sig sjálfir.

Reynslan sem Garðabær hefur öðlast á innleiðingu kortana mun vafalaust geta nýst öðrum sveitarfélögum til að bæta þjónustu við íbúa og sundlaugagesti. Sunna Guðrún Sigurðardóttir verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Garðabæ fjallaði um reynslu sveitarfélagsins á þróun og innleiðingu kortana, frá hugmynd og þar til að kortið var komið í símann og farið að opna aðgangshlið í sund í Garðabæ.

Reynslusaga um stafræn sundkort frá Garðabæ

Vefkaffið var haldið þann 11.maí kl. 13.

Ert þú með hugmynd að vefkaffi spjallstofu? Þá getur þú komið þinni hugmynd á framfæri og hún gæti orðið fyrir valinu fyrir næsta vefkaffi.