Kolefnisreiknivél

Lýsing

Þegar Eyjafjarðasveit var að leita leiða til að auka vitund um kolefnislosun kviknaði sú hugmynd að bjóða almenningi að sjá útreikningana af heimasíðunni. Að verkefninu komu einnig Orkustofnun og Skógræktarfélagið, þar sem safna þurfti saman forsendum í útreikningana. Eyjafjarðarsveit leiddi verkefnið og hugmyndavinnuna.

Kolefnisreiknivélin býður upp á að setja inn forsendur á borð við fjölda sauðfjár, fjölda mjólkandi kúa, eldsneytisnotkun og landnýtingu sem gefur útreiknaða áætlaða kolefnislosun á ári.

Um lausnina

Stýrikerfi: Óháð stýrikerfi
Forritunarmál: HTML, Javascript og CSS
Þróuð af: Stefna

Tengiliður hjá Stefnu

Pétur Rúnar Guðnason
Markaðsstjóri og ráðgjafi
petur@stefna.is

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Eyjafjarðarsveit

Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri
finnur@esveit.is

Hentar Kolefnisreiknivélin þínu sveitarfélagi?

Reiknivélin hentar vel þeim sem vilja auka meðvitund um kolefnisspor af landbúnaði, en henni má auðveldlega breyta þannig að hún eigi erindi í ólíka starfsemi. 

Kostir lausnarinnar

Kolefnisreiknivélin eykur meðvitund um kolefnisspor.

Tæknin á bakvið lausnina

Hvert gildi sem sett er inn reiknast í kg. CO2 á ári, svo einfalt er að breyta forsendum til að sjá útreikninga fyrir ólíka starfsemi.

Hvað þarf til að setja lausnina upp?

Engar kröfur eru um sértækan hugbúnað. Hægt er að fella Kolefnisreiknivélina inn á hvaða vef sem er.

Tæknilegar leiðbeiningar

Í calc.js eru forsendur fyrir útreikningum. Hvert emissionItems inniheldur emissionFactors, til dæmis inniheldur „Nautgripir“ bæði innyflagerjun og búfjáráburð. Hvert value segir til um losun í kg. CO2 á ári á hvert emissionsFactors, sem reiknast svo saman út frá innleggi notenda í eina heildartölu. HTML síðan er mjög einföld því sjálf reiknivélin og útreikningar eru keyrðir út með Javascript. Í style.css má stilla liti, letur og stærðir á reitum, svo reiknivélin falli vel að útliti vefjarins. Allar forsendur eru festar inni í Javascript skránni, en þær má einnig sækja úr gagnagrunni (slíkt krefst aðlögunar).

Kostnaðar- og tímaáætlun í innleiðingu

Gert er ráð fyrir 2-8 klst hjá forritara að innleiða kolefnisreiknivélina á vef sveitarfélags.

Ef aðlögun á forsendum og útreikningum þarf að eiga sér stað má gera ráð fyrir öðrum 2-8 klst í forritun viðbóta í Javascript útreikningana, prófanir og innleiðingu.

Hægt er að hafa samband við tengilið Stefnu af þörf er á aðstoð til að setja upp reiknivélina á vef sveitarfélags.

Hafa samband

Hafðu samband ef þitt sveitarfélag hefur áhuga að setja upp kolefnisreiknivélina og vantar nánari upplýsingar.