Reiknivél leikskólagjalda

Lýsing

Í Reiknivél leikskólagjalda er hægt að slá inn fjölda barna og fjölda klukkustunda á dag sem börnin eru í leikskólanum. Niðurstöður úr reiknivélinni sýna heildarkostnað og sundurliðun í dvalargjald og fæðisgjald.

Um lausnina

Stýrikerfi: Óháð stýrikerfi
Forritunarmál: HTML, Javascript og CSS
Þróuð af: Hafnarfjörður

Sveitarfélög sem hafa innleitt kerfi

Tengiliður hjá Hafnarfjarðarbæ

Garðar Rafn Eyjólfsson
vefstjóri Hafnarfjarðarbæjar
gardar@hafnarfjordur.is

Hentar Reiknivél fyrir leikskólagjöld þínu sveitarfélagi?

Já, reiknivélin auðveldar forráðamönnum að sjá kostnað á leikskóladvöl.

Kostir lausnarinnar

Auðveldar forráðamönnum að sjá heildarkostnað á leikskóladvöl.

Tæknin á bakvið lausnina

Slegnar eru inn forsendur eins og fjöldi barna og dvalartími á dag. Lausnin er javascript.

Hvað þarf til að setja lausnina upp?

Hægt að setja upp á núverandi netþjón. Engar sérþarfir eru til að keyra reiknivélina.

Tæknilegar leiðbeiningar

Sett er inn í calc.js skránna kostnaður við dvöl. Sett er inn kostnaður við hverja kukkustund, kostnaður með smærri máltíðir eins og morgunmat og síðdegishressingu, kostnaður við hádegismat, kostnaður við dvalartíma lengur enn 8 tímar og svo kostnaður ef dvöl er 9 tímar eða lengur.

Viðkomandi breytur sem þarf að fylla út í

Hour_cost = kostnaður við dagdvöl
food_small = kostnaður við morgunmat eða síðdegishressingu
food_big = kosnaður við hádegismat
hour_cost_big = kostnaður ef barn er lengur enn 8 tímar
hour_cost_mega = kostnaður ef barn er lengur enn 9 tímar

Ef dvalartímar eru settir upp á annan hátt er hægt að breyta þeim í fallinu calculate(), hour er dagvistunartími og er notast við hour_big ef tími fer yfir 8 o.s.frv.

Útlit er í style.css skrá sem fylgir með.

Til að setja reiknivélina upp er mælst með að nota iFrame utan um HTML skrá (index.html) “<iframe>slóði á uppetningu</iframe>”.

Hafa samband

Hafðu samband ef þitt sveitarfélag hefur áhuga að setja upp reiknivél fyrir leikskólagjöld og vantar nánari upplýsingar.