Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði
Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að útbúa umsóknarferil um félagslegt leiguhúsnæði.
Verkefnið hefst í ágúst 2022.
Um verkefnið
Íbúar geta sótt um félagslegt leiguhúsnæði í miðlægri gagnvirkri þjónustugátt sveitarfélaga þar sem gögn eru sótt sjálfvirkt úr grunnskrám ríkisins eins og hjá Skattinum. Þar verður einnig hægt að eiga í samskiptum og óska eftir gögnum. Úrvinnsla umsókna verður að einhverju leiti sjálfvirk yfirferð sem verður framkvæmd á réttmæti gagna og athugun á hvort íbúi uppfylli skilyrði um húsnæðisúrræði, ef svo er er tilkynning send í gegnum stafrænt pósthólf.