Gagnalón

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu er að vinna að miðlægu gagnalóni sambandsins.

Verkefnið hófst: desember 2021.

Tilgangur verkefnis

Tilgangur verkefnsins er að til verði miðlægt gagnalón með gögnum frá sveitarfélögum. Fyrsta söfnun snýr að upplýsingum um laun og launageislur sveitarfélaga. Verkefnið er hafið og þegar hafa fjölmörg sveitarfélög skilað gögnum í gegnum sín launakerfi.

Markmið

  • Sjálfvirk söfnun og upphleðsla gagna frá sveitarfélögum
  • Mánaðarleg greining og útreikningur á upplýsingum

Ávinningur

  • Sjálfvirk framsetning upplýsinga um sveitarfélög
  • Betri gögn til ráðgjafar, spágerðar og hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög

Samstarfsaðilar

Verkefnið er unnið í samstarfi við Andes, AWS og fleiri.

Verkefnastýring

Verkefnið er leitt af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.