Gagnalón

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu er að vinna að miðlægu gagnalóni sambandsins.

Verkefnið hófst: desember 2021.

Tilgangur verkefnis

Tilgangur verkefnsins er að til verði miðlægt gagnalón fyrir söfnun og framsetningu gagna frá sveitarfélögum.

Markmið

  • Sjálfvirk söfnun og upphleðsla gagna frá sveitarfélögum
  • Mánaðarleg greining og útreikningur á upplýsingum

Ávinningur

  • Sjálfvirk framsetning greininga fyrir hagaðila, sem eru sveitarfélög og hag- og upplýsingasvið sambandsins

Samstarfsaðilar

Verkefnið er unnið í samstarfi við Andes og AWS.

Verkefnastýring

Verkefnið er leitt af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.