Spjallmenni
Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 er að vinna að upplýsingagrunni spjallmenna fyrir sveitarfélögin.
Verkefnið hófst: ágúst 2022.
Vinnustofa var haldin í ágúst síðastliðnum með aðkomu sérfræðinga og þjónustufulltrúa frá 11 sveitarfélögum. Þar komu í ljós helstu áskoranir þjónustuvera í dag, helstu tækifæri sem felast í því að nýta spjallmenni og helstu hindranir í vegi þess að spjallmenni nýtist sem skyldi. Greining var framkvæmd í kjölfar vinnustofunnar sem má skoða hér að neðan.
Markmið
- Hanna sameiginlegan grunn fyrir spjallmenni fyrir sveitarfélögin
- Kaupa sameiginlega lausn sem aðlöguð er hverju sveitarfélagi
- Fleiri þjónustubeiðnir afgreiddar í fyrstu snertingu án aðkomu starfsfólks
Ávinningur
- Bætt þjónusta við íbúa sveitarfélaga
- Aukið aðgengi íbúa að upplýsingum og þjónustum sveitarfélaga
- Minna álag á starfsfólk
- Hærra hlutfall þjónustubeiðna leyst án aðkomu starfsfólks sveitarfélaga
- Lækkun kostnaðar
- Upplifun í takti við nútímann og framtíðina
Gervigreindarspjallmenni
Í október 2023 gerði Samband íslenskra sveitarfélaga samning við danska hugbúnaðarfyrirtækið Cludo um að innleiða heildstæða lausn fyrir vefsíður sem innifelur í sér hefðbundna leit og gagnvirkt gervigreindarspjall sem nýtir risamállíkan (GPT-4). Lausnin er afurð samstarfs Cludo og Miðeindar þar sem leitarvélin kemur frá Cludo og gervigreindarspjallmennið frá Miðeind. Sveitarfélögin í samstarfinu fá uppsetta leitarvél sem byggir á gervigreindarspjallmenni á sína vefsíðu með notendavænu viðmóti ásamt greiningartóli sem inniheldur meðal annars upplýsingar um umferð og eðli spurninga frá íbúum.
Samningurinn er þróunarsamningur og gildir frá 1.mars 2024 til 1.mars 2025. Eftir að þróunartímabili lýkur geta sveitarfélögin sjálf haldið áfram að nýta lausnina og gert nýjan samning við Cludo. Innleiðing mun fara fram frá nóvember 2023 og ljúka fyrir 1.mars 2024. Innleiðingin mun að fyrstu innihalda leitarvélina, svo bætist við lausnina gervigreindarspjallið í kringum áramótin 2023/2024.
Verkefnið var kynnt á ráðstefnunni stafræn sveitarfélög – samvinna er lykillinn þann 6.október 2023.
Reynsla Kópavogsbæjar
Kópavogsbær er eitt af þeim 23 sveitarfélögum sem eru með í verkefninu og hafa lagt því lið. Þau voru eitt af fyrstu sveitarfélögunum að innleiða lausnina og hér er hægt að heyra um þeirra reynslu á gervigreindarsnjallmenninu.
Verkefnahópur
- Verkefnastjóri: Hrund Valgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
- Ásta Þöll Gylfadóttir frá Reykjavík
- Elísabet Ingadóttir frá Reykjavík
- Jóhann Guðmundsson frá Akranesi
- Sumarliði Helgason frá Akureyri
- Sigurjón Ólafsson frá Hafnarfirði
- Anna Bára Gunnarsdóttir frá Hafnarfirði
- Hulda Hauksdóttir frá Garðabæ (áður Sunna Sigurðardóttir)
- Þorvaldur Sigurður Arnarsson frá Kópavogi
- Sigríður Magnea Björgvinsdóttir frá Árborg
Sveitarfélög í samstarfi
Í nóvember 2022 var sent út bréf á öll sveitarfélög þar sem óskað var eftir staðfestingu á þátttöku sveitarfélaga í verkefninu. Það voru alls 23 sveitarfélög sem skráðu sig til þátttöku með samtals 327.488 íbúum:
- Akraneskaupstaður
- Akureyrarbær
- Bláskógabyggð
- Borgarbyggð
- Fjarðabyggð
- Garðabær
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Kópavogsbær
- Mosfellsbær
- Múlaþing
- Reykjanesbær
- Reykjavíkurborg
- Skaftárhreppur
- Skagafjörður
- Skorradalshreppur
- Snæfellsbær
- Strandabyggð
- Stykkishólmur/Helgafellssveit
- Suðurnesjabær
- Sveitarfélagið Árborg
- Sveitarfélagið Hornafjörður
- Sveitarfélagið Ölfus
- Sveitarfélagið Skagaströnd