Stafraen.sveitarfelog.is
Vefur stafrænna sveitarfélaga er í stöðugri þróun. Vefurinn var stofnaður í júní 2020 en fór í mikla uppfærslu haustið 2021.
Tilgangur verkefnis
Stafræn þróun er stórt verkefni sveitarfélaganna á næstu árum og er vefurinn til að styðja sveitarfélögin á þeirri vegferð. Á vefnum er hægt að fræðast um ýmislegt tengt stafrænni þróun, lesa um stafrænar lausnir og nálgast efni sem flýtir fyrir vinnslu stafrænna verkefna.
Á vefnum birtast reglulega fréttir, fræðsluefni, greinar og upptökur af ráðstefnum til að fræða starfsfólk sveitarfélaga um það sem er að gerast í stafrænum málum innan sveitarfélaga. Einnig er sent út mánaðarlegt fréttabréf og vefkaffi haldið reglulega þar sem kynntar eru stafrænar lausnir sem sveitarfélög hafa innleitt.
- Lausnatorgið er vettvangur þar sem sveitarfélög og birgjar geta deilt smærri opnum lausnum miðlægt. Það stuðlar að meiri samvinnu og miðlun þekkingar milli sveitarfélaga, þjónusta við íbúa verður betri, stafræn vegferð sveitarfélaga verður hraðari og kostnaður lækkar hjá sveitarfélögum.
- Reynslusögur eru sögur frá sveitarfélögum þar sem er greint frá reynslu þeirra við innleiðingu og notkun á stafrænum lausnum. Þar kemur meðal annars fram hvað þarf til að setja lausnina upp, kostir og áskoranir.
- Kistan er stafræn verkfærakista sveitarfélaga. Þar er að finna ýmsar leiðbeiningar og sniðmát sem geta nýst sveitarfélögum í stafrænni þróun. Þekkingu er miðlað um stafræn úrlausnarefni, upplýsingar og leiðbeiningar vegna rammasamninga ásamt upplýsingum um öryggi og persónuvernd í stafrænum verkefnum sveitarfélaga.
Markmið
Markmiðið með vefnum er að gera aðgang að upplýsingum varðandi stafræna þróun, stafrænar lausnir og stafræn verkefni sveitarfélagana aðgengileg á miðlægu svæði.
Ávinningur
- Aukin upplýsingamiðlun vegna stafrænna verkefna sveitarfélaga
- Sveitarfélög fá aðgang að smærri opnum lausnum sem þau geta sett upp á sínar vefsíður
- Sveitarfélög fá aðgang að leiðbeiningum og sniðmátum sem eru hjálpargögn við áhættugreiningar, uppsetningar, samninga, stafræn verkefni og fleira