Fréttabréf apríl 2022

Fyrir stuttu fór fyrsta sameiginlega umsóknarferlið fyrir sveitarfélögin í loftið hjá bæði Hafnarfirði og Reykjanesbæ og nú munu sveitarfélögin bætast við eitt af öðru.

Við vefsíðuna hafa bæst meðal annars leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft, verkefnasíða fyrir umsókn um fjárhagsaðstoð og hugmyndabanki.

Vefkaffi mánaðarins verður frá Árborg sem er kynning á þeirra innleiðingu á Workpoint. Einnig er hægt að skoða upptökur af þeim spjallstofum sem voru haldnar fyrr á árinu.