Fréttabréf desember 2021

Stafræni vefur Sambandsins inniheldur ýmsar upplýsingar um stafræna vegferð sveitarfélaga. Hægt er meðal annars að fræðast um ýmislegt tengt stafrænni þróun, reynslu sveitarfélaga á ýmsum stafrænum lausnum og á Lausnatorginu eru leiðbeiningar til að setja upp smærri lausnir sem sveitarfélög hafa deilt miðlægt. Í nóvember bættust við tvær nýjar reynslusögur af stafrænum lausnum og einnig kom ný lausn á lausnatorgið sem Stefna útbjó fyrir Eyjafjarðarsveit.