Í apríl bættist við á stafrænu vefsíðu sveitarfélaga ný reiknivél á Lausnatorgið fyrir leikskólagjöld, ný reynslusaga um stafræn sundkort frá Garðabæ og verkefnasíða sem heldur utan um markmið og ávinning verkefna stafræna umbreytingateymisins.
Á döfunni næsta mánuðinn verður vefkaffi þar sem stafræn sundkort verða kynnt og málþing verður haldið þann 1.júní um stöðu verkefna og lagaumhverfið þegar kemur að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga.