Síðasta mánuðinn hefur ýmislegt bæst við stafrænu vefsíðu sveitarfélaga. Meðal annars hefur komið inn á vefinn ný reynslusaga frá Akureyri um hugbúnaðinn Kara Connect, leiðbeiningar vegna Microsoft Teams bættust við í Kistuna og grein kom út um mikilvægi þess að sveitarfélög leggji áherslu á stafræna umbreytingu.
Vefkaffi stafræna umbreytingateymisins eru komin á skrið og hægt er að skrá sig á þau sem verða haldin í mars hér neðar í póstinum. Einnig er hægt að skoða upptökur af þeim sem voru haldin í febrúar.