Stafrænar tímabókanir

Stafrænar tímabókanir geta nýst sveitarfélögum á ýmsan hátt, meðal annars til að bóka viðtalstíma eða símafundi við til dæmis þjónustufulltrúa, byggingafulltrúa eða skipulagsfulltrúa.

Í Kistunni er að finna leiðbeiningar til að setja upp stafrænar tímabókanir í gegnum Microsoft Bookings sem er svo hægt að setja upp á heimasíður sveitarfélaga.

Það er einnig margt fleira sem gæti nýst sveitarfélögum í Kistunni, eins og t.d. áhættugreiningar vegna persónuverndar, kaup kerfa og stafrænna lausna, samstarf í stafrænni þróun og samningar.

Stafræna umbreytingateymið stefnir svo á að bæta við fleiri leiðbeiningum varðandi hinar ýmsu stafrænu lausnir á næsta ári í Kistuna.