Til hamingju Garðabær með stafræn sundkort!

Stafræn sundkort Garðabæjar eru komin í loftið fyrir íbúa og aðra notendur almenningssundlauga Garðabæjar, í Ásgarði og á Álftanesi.

Glæsilegt tilraunaverkefni sem Garðabær fór í til að koma á stafrænum sundkortum er orðið að veruleika. Í lok árs 2019 innan faghóps um stafræna umbreytingu fór af stað umræða um stafræn sundkort, stafræn bókasafnskort og almennt stafræn kort fyrir íbúa og starfsmenn sveitarfélaga.  Stafræna umbreytingarteymið fékk Smartsolutions til að kynna vörurnar sínar fyrir sveitarfélögum og leiddi fundurinn af sér að Garðabær fór af stað að þróa stafræn sundkort, Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur fóru af stað í þróun stafrænna bókasafnskorta og Árborg fór í þróun stafræns úrgangskorts. Allt verkefni sem unnin hafa verið sem tilraunaverkefni („pilot“)  verkefni þar sem reynslan getur nýst öðrum sveitarfélögum og til að bæta þjónustu við íbúa og einfalda líf þeirra. 

Nú er stafrænt sundkort hjá Garðabæ orðið að veruleika og við óskum Garðbæingum til hamingju.   Hægt er að kaupa sér staka miða, tíu eða þrjátíu miða kort eða árskort beint í símann og þarf ekki lengur að eiga plastkort sem muna þarf eftir að taka með sér í sundferðirnar í Garðabæ.

Stafrænu sundkortin formlega tekin í notkun við athöfn í Ásgarðslaug þann 31.mars

Reynslusaga Garðabæjar mun birtast fljótlega á vefnum stafraen.sveitarfelog.is þar sem er að finna reynslusögur vegna stafrænna bókasafnskorta og stafræns frímiða á gámasvæði.

Nánar má lesa um sundkortin á vef Garðabæjar