Greining á stöðu skrifstofuhugbúnaðar

Eitt af sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna í stafrænni umbreytingu árið 2022 var að greina núverandi stöðu m.t.t. Microsoft hugbúnaðarleyfa, samninga vegna skjala- og málakerfa sveitarfélaga, stöðu rafrænnar skila á gögnum auk þess hvað megi bæta til framtíðar.

KPMG aðstoðaði Samband íslenskra sveitarfélaga við verkferlið allt frá greiningu, stýringu vinnufunda yfir í samantekt og kynningar niðurstaðna, ásamt því að gera viðeigandi gagnasöfnun, greiningar og úrvinnslu fyrir allt verkefnið. Stærsti hluti vinnunnar var gagnasöfnun, greiningar ásamt úrvinnslu og kynningu á niðurstöðu.

Samhliða greiningu skrifstofuhugbúnaðarleyfa er framkvæmd greining á núverandi kröfum sveitarfélaga til skjalavörslu og málakerfis. Er það gert m.t.t. samþættingar við aðrar skrifstofuhugbúnaðarlausnir frá Microsoft og hæfni þeirra til að mæta kröfum um rafræn skil Þjóðskjalasafns.

Niðurstöður greiningar KPMG á stöðu skrifstofuhugbúnaðar

Nánar um verkefnið