Business Premium

Microsoft 365 Business Premium hentar sveitarfélögum ef starfsmannafjöldi er undir 300 og annar hugbúnaður er notaður til að verja gögn t.d. fyrir leka eða eyðingu á útstöð og/eða í skýjaþjónustum.

Innihald Business Premium

  • Aðgengi að pósthólfi með auknu gagnamagni
  • Aðgangur að Teams skrám, fundum og samskiptum (Chat)
  • Aðgangur að Sharepoint skrám
  • Word, Excel og PowerPoint
  • Office-pakki uppsettur á útstöðvum

Skrifstofustarfsfólk (Office / Information):

  • Er með tölvubúnað frá sveitarfélaginu sem viðkomandi hefur til notkunar og deilir ekki með öðru starfsfólki að jafnaði.
  • Þarf að geta komist í skjöl bæði í skýjaþjónustum og eldri gagnasvæðum (t.d. word skjöl á sameignardrifum ef slíkt er enn í notkun).

Business Premium

Microsoft 365Business Premium
Office pakki (apps)Office Business: Word, Excel, PowerPoint, Outlook
OneDrive gagnapláss1TB á notanda
Gagnastýringar í Onedrive og SharepointAðgangsstýringar (einstaklingar og hópar)
Tölvupóstur gagnapláss50GB / 50GB „archive“
Gagnastýringar í tölvupóstiAðgangsstýringar (t.d. annarra að pósthólfi)
Windows uppsetningar á nýjum vélumWindows Autopilot innifalið
Windows Defender vírus/óværuvörnInnifalið (Plan 1)
GagnavarðveislaHandvirk og takmörkuð