19.júní 2023 – kl. 11:00
Þann 19.júní hélt stafræna umbreytingateymið kynningu á þeim verkefnum sem falla undir skrifstofuhugbúnað sem sveitarfélögin völdu fyrir árið 2022 í stafrænum verkefnum. Það voru kynntar helstu niðurstöður úr verkefnunum einfaldari skjalamál og rafræn skil. Einnig var kynnt ákvarðanatré sem auðveldar sveitarfélögum að finna út hvaða Microsoft leyfi þarf að kaupa fyrir starfsfólk.