Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu
Sveitarfélögin hafa undanfarna mánuði stigið stór skref til samstarfs um stafræna umbreytingu. Stafrænt ráð sveitarfélaga hefur fest sig í sessi og stafrænt þóunarteymi innan sambandsins tekið til starfa. Fyrsta samstarfsverkefni sveitarfélaga um stafræna afgreiðslulausn fyrir fjárhagsaðstoð er komið vel á veg en henni er ætlað að ryðja brautina fyrir fleiri sameiginlegar lausnir. Á ráðstefnunni verður tekinn púlsinn á stöðunni og því sem er framundan.
Á vefráðstefnunni verður kynnt hvernig fjárhagsaðstoðarlausnin mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum og inn á Ísland.is.
Sveitarfélög munu segja frá því hvernig þau hafa nýtt sér samstarfið til að hraða stafrænni umbreytingu sinni. Kynnt verður nýtt lausnatorg á stafraen.sveitarfelog.is og hvernig stafrænt teymi sambandsins ætlar sér að vinna á næsta árið fyrir sveitarfélögin og hverjar áskoranirnar eru. Dönsk sveitarfélög hafa náð mjög góðum árangri í stafrænu samstarfi, m.a. um deilingu lausna sín á milli, og verður það samstarf einnig kynnt á ráðstefnunni.
Skráning á vefráðstefnuna sem verður haldin 29.september, kl. 9-12:30. Dagskránna má finna hérna.
[xyz-ips snippet="Mailcheck-disable"]