Í lok október 2020 var stofnað Stafrænt ráð sveitarfélaganna. Landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa landshlutanna og einnig Reykjavíkurborg í ráðið. Stafrænt ráð styður við stefnumótun og forgangsröðun um sameiginlega stafræna þróun sveitarfélaga.