Nýtt efni í Kistunni

Nýlega hefur Kistan á vefsíðunni aðeins vaxið. En í hana hafa bæst bæði leiðbeiningar við notkun á Microsoft Teams og leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft.

Microsoft Teams leiðbeiningar

Leiðbeiningar við notkun á Microsoft Teams geta komið sér vel fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem vill bæta við þekkingu sína á notkun hugbúnaðarins. Hægt er að horfa á kennslumyndbönd fyrir ýmsa hluti sem Microsoft Teams býður upp á eins og fjarfundi, verkefnahópa, rásir, skjöl og fleira.

Leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft

Leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft eru til að aðstoða sveitarfélög við framkvæmd áhættumats á Microsoft 365 lausnum í sínu starfi. Nauðsynlegt er fyrir öll sveitarfélög að framkvæma áhættugreiningu á sinni notkun og bregðast við niðurstöðum til að takmarka áhættu við notkun þessara lausna, meðal annars þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga um íbúa eða starfsfólk.

Kistan inniheldur ýmsar leiðbeiningar og sniðmát sem geta komið sér vel fyrir sveitarfélög. Þar er að finna meðal annars leiðbeiningar við gerð áhættugreiningu upplýsingakerfa og vegna persónuverndar, leiðbeiningar um uppsetningar, sniðmát fyrir undirbúning stafrænna verkefna og sniðmát á samningum.