Undirbúningur stafrænna verkefna

Þegar sveitarfélög vinna saman að stafrænni þróun, getur það þýtt aukin gæði og að allir græða.

Innkaup

Hér er að finna upplýsingar um innkaup og innleiðingu. Innkaupaferlinu er skipt upp í fasa þar sem hver fasi lýsir því af hverju fasinn er mikilvægur og hvernig sveitarfélagið getur nýtt sér mismunandi þjónustu í gegnum þennan fasa.  Góð og vönduð innkaup á tæknilausnum getur skipt sköpum um nýtingu þeirra, gæði þeirra, viðhald og kostnað.  Það er því mikilvægt að sveitarfélög deili með sér þekkingu um góð innkaup lausna og sendi inn upplýsingar sem nýst geta öðrum sveitarfélögum.

Hugmyndafasinn – þarfir og takmarkanir

Af hverju?

Hugmyndafasinn er fyrsti fasinn í verkefni.  Í sumum tilfellum stoppar ferlið hér því hugmyndin er ekki góð eða ekki raunhæf. Tilgangur þessa fasa er að kanna hvort kaup á ákveðinni upplýsingatæknilausn eigi rétt á sér.

Í hugmyndafasanum þarf að meta hugmyndina út frá þörf fyrir hana og virði hennar

Hugmynd getur t.d. átt upphaf sitt vegna:

  • Þarfar innan stjórnsýslunnar
  • Lagarammans
  • Stefnumótunar
  • Nýjum tæknimöguleikum
  • Efnahagslegum ástæðum

Þegar hugmyndafasanum líkur þarf að ákveða hvort halda eigi áfram með hugmyndina eða ekki, sé ákveðið að skoða hugmyndina frekar er farið í skilgreiningarfasann.

Hvernig?

Hugmyndafasinn er oftast stuttur fasi. Hér fyrir neðan er efni og skref sem hægt er að styðjast við í þessum fasa.

Lýsa hugmyndinni

Til að nálgast virði tækifærisins þarf að lýsa hugmyndinni eins vel og hægt er.

Meta hugmyndina

Meta má hugmyndina á vinnustofu með þátttakendum sem þekkja áskorunina sem hugmyndin á að leysa, með því að fylla út tvo dálka. Fyrri dálkurinn er virðis dálkur hugmyndarinnar. Öll atriði eru tilgreind sem skapa virði fyrir íbúa eða starfsmenn.