Mest lesið árið 2022

Ýmislegt nýtt efni bættist við stafrænu vefsíðu sveitarfélaga á árinu 2022.

Vefkaffi hófust í febrúar sem hafa verið mjög vinsæl og munu halda áfram á þessu ári. Upplýsingasíður vegna verkefna stafræna umbreytingateymis voru settar inn á vefinn í apríl sem sýna meðal annars markmið og ávinning verkefna. Málþing um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu var haldið í júní þar sem 250 starfsmenn sveitarfélaga skráðu sig en hér má sjá upptökur af málþinginu. Fleira efni á vefsíðunni sem hefur verið mjög vinsælt er Kistan, Lausnatorgið og Reynslusögur.

Þær síður sem voru mest skoðaðar á árinu 2022 voru

  1. Áhættugreining kennsluhugbúnaðar
  2. Verkefni
  3. Kistan
  4. Upplýsingar
  5. Lausnatorg

Mest lesnu fréttirnar á árinu voru

  1. Greining á stöðu skrifstofuhugbúnaðar
  2. Stefnumótunarvinnustofa samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu
  3. Vinnustofa fyrir skrifstofuumhverfi sveitarfélaga

Mest skoðuðu vefkaffin voru

  1. Skjalastjórnun og málakerfi í Workpoint
  2. Áskoranir sveitarfélaga á stafrænni vegferð
  3. Cludo leitarvél fyrir vefi

Mest skoðaða ráðstefnan var


Mest skoðað á Kistunni á árinu var

  1. Microsoft Teams leiðbeiningar
  2. Leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft lausnum
  3. Áhættugreining upplýsingakerfa