Fréttir
Fyrsta rafræna þinglýsing veðskuldabréfs
Veðskuldabréfi hefur í fyrsta sinn verið þinglýst rafrænt hér á Íslandi, í sjálfvirku ferli. Undir merkjum verkefnisins Stafræn þjónusta sýslumanna hafa sýslumenn, dómsmálaráðuneytið, Þjóðskrá, Stafrænt Ísland og fleiri unnið að stafrænum lausnum á tímafrekum og algengum viðvikum almennings hjá sýslumönnum.
Vel sótt ráðstefna um stafræna umbreytingu
Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu var haldin á miðvikudag, 29. september. Ráðstefnan var einstaklega vel sótt en ætla má að nærri 700 manns hafi fylgst með streyminu.
Vefráðstefna um stafræna umbreytingu sveitarfélaga
Vefráðstefnan verður haldin þann 29.september nk. frá kl. 9:00-12:30. Hún verður opin öllum og allir sem áhuga hafa á stafrænni umbreytingu sveitarfélaga eru hvattir til að skrá sig.
Umsókn um fjárhagsaðstoð á Ísland.is
Fjárhagsaðstoð til fólks sem ekki getur séð sér og sínum farborða án aðstoðar er mikilvægt málefni sem sveitarfélögin tóku ákvörðun um að vinna að sameiginlega við þróun stafrænnar lausnar inn á miðlægan þjónustuvef Ísland.is.
Samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun
Samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun er gríðarlega mikilvægt verkefni sem skiptir sveitarfélögin miklu máli til framtíðar.
Greining á stafrænni stöðu
Stafrænt færnimat og upplýsingakerfi sveitarfélaga og val stafrænna samvinnuverkefna
Kortasjá Hafnarfjarðar
Kortasjá Hafnarfjarðar hefur verið í stöðugum endurbótum í framsetningu og aukinni upplýsingagjöf til íbúa.
Hafnarfjarðarbær eflir stuðning við þarfir innflytjenda
Eitt af markmiðum sem nýtt þjónustu- og þróunarsvið Hafnarfjarðarbæjar setti sér þegar það tók til starfa var að mæta betur þörfum innflytjenda.
Ísland meðal efstu ríkja í stafrænni opinberri þjónustu
Ísland er í hópi fremstu ríkja heims þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Þetta er niðurstaðan í nýútgefnum mælikvarða Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem Ísland er í 12. sæti af 193 löndum og færist upp um sjö sæti frá síðustu mælingu, en mælikvarðinn er gefinn út á tveggja ára fresti.
Rúmlega helmingur sveitarfélaga nýtir samfélagsmiðla
Í úttekt Mennsk á stöðu tæknilegra innviða hjá sveitarfélögum kom það fram að 56% sveitarfélaga nýtir samfélagsmiðla til að koma upplýsingum á íbúa.
Flest sveitarfélög nota Moya
Samkvæmt rannsókn sem Mennsk framkvæmdi á stöðu vefsíðna sveitarfélaga, þá nota sveitarfélögin mest vefumsjónarkerfið Moya eða um 46,5% sveitarfélaga.