Fræðsluefni
Nýsköpunardagur hins opinbera 2024
í samstarfi Ríkiskaupa og stafrænna sveitarfélaga þann 15.maí á Hilton
Nýsköpunardagur hins opinbera 2023
Nýsköpunardagur hins opinbera 2023 (NHO23) fer fram í Veröld – húsi Vigdísar þann 23. maí kl 9:00- 14:00
Stafrænt spjall stafræns Íslands – Innskráning fyrir alla
Innskráning fyrir alla er umræðuefni Stafræna spjallsins á vegum stafræns Íslands að þessu sinni. Gestir spjallsins eru þau Adeline Tracz verkefnastjóri nýþróunar frá Landsspítalanum, Eiríkur Nilsson stofnandi og tæknistjóri hjá Aranja og Hrefna Lind Ásgeirsdóttir tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands.
Þetta þarftu að vita!
Þann 31. ágúst 2023 mun Félag um skjalastjórn halda stóra haustráðstefnu undir nafninu Þetta þarftu að vita! Verðmætin liggja í upplýsingum!
Stafrænt spjall stafræns Íslands – stafrænt pósthólf
Í þessu spjalli verður sagt frá stafrænu pósthólfi en um mitt ár 2021 tóku gildi lög sem snúa að stafrænni þjónustu. Gestir í spjallinu eru Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Stafrænu Íslandi, Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi og Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson forstöðumaður fjárreiðusviðs Fjársýslu ríkisins og spyrill er Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands.
Nýsköpunarmót
Nýsköpunarmót – morgunstund um opinbera nýsköpun verður haldið þriðjudaginn 29.nóvember, staðsetning: Sæmundargata 4 Háskólatorg á Litla Torgi, tími: 8:30-10:30
Stafræn umbreyting í Hafnarfirði – 1160 dagar
Hafnarfjarðarbær efnir til ráðstefnu 10. nóvember 2022 um stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu frá 2019 til dagsins í dag. Þrjú ár er ekki langur tími í svo stóru verkefni en eitt og annað hefur gerst á þeim tíma. Á þessari ráðstefnu mun starfsfólk gefa innsýn í vegferðina og það sem framundan er. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, mun opna ráðstefnuna.
Tengjum ríkið 2022
Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fór fram í Hörpu þann 22.september og í streymi.
Persónuvernd og stafrænt skólastarf
Fimmtudaginn 19. maí sl. hélt Steinunn Birna Magnúsdóttir hjá Persónuvernd fræðsluerindi fyrir starfsfólk Reykjavíkur.
Finna fólkið og búa til teymi í stafrænum umbreytingum
Í þessu erindi fjallar Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðar um vegferð sem staðið hefur yfir í tæp þrjú ár og hvernig framhaldið til næstu ára í stafrænum umbreytingum og hve mikilvægt er að fá fólkið með sér því þó tæknin sé mikilvæg er hún til lítils ef menning og hugsun fylgir ekki með.
Nýsköpunardagur hins opinbera 2022
Markmið dagsins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera, m.a. með því að deila reynslusögum og mynda tengsl sem geta leitt af sér spennandi verkefni í framtíðinni. Á nýsköpunardeginum verða flutt fjölmörg erindi um áhugaverð tækifæri og nýsköpunarverkefni.
Betri borg fyrir börn á Hönnunarmars
Sýningin er upplifunarsýning þar sem gestir fá að skyggnast á bakvið tjöldin hjá Reykjavíkurborg í ferli þjónustuumbreytingar. Komdu að sjá hvernig áskoranir eru ávarpaðar, hvernig við vinnum með þær og setjum fram stafræna lausn sem bætir þjónustu borgarinnar við íbúa í verkefninu Betri borg fyrir börn.
Stafrænt spjall stafræns Íslands – Rafrænar undirritanir
Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri frá stafrænu Íslandi ræðir við Anald Axfjörð, vefstjóra öryggismála hjá Embætti landlæknis um rafrænar undirritanir. Farið er yfir
út á hvað þær ganga og sýnt hvernig má undirrita rafrænt.
X-Road í skýinu
Fimmtudaginn 17. mars kl 10:00 mun Andes standa fyrir vefnámskeiði (webinar) þar sem sérfræðingar frá Andes, AWS og NIIS munu kynna X-Road tæknina og hvernig hægt er að tengjast Straumnum með uppsetningu á X-Road í AWS skýinu.
Hvað er átt við þegar talað er um stafræna vegferð?
Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum deilir reynslu sinni af helstu áskorunum og lærdómi tengdum þeim stafrænu verkefnum sem hún hefur unnið við undanfarin ár síðastliðin 16 ár bæði hérlendis og erlendis.
Horft tilbaka og framtíðin
Fjóla María Ágústsdóttir leiðtogi stafræns umbreytingateymis Sambandsins fer yfir verkefni teymisins á síðasta ári og hvaða verkefni verða í brennidepli á þessu ári. Einnig sýnir Hrund Valgeirsdóttir verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu stafrænu vefsíðuna.
Stafrænt spjall stafræns Íslands – Persónuvernd
Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri frá stafrænu Íslandi ræðir við Atla Stefán Ingason og Vigdísi Evu Líndal um hvað skiptir máli og hvað ber að varast þegar kemur að Persónuvernd í stafrænni umbreytingu.
Kynning á stafraen.sveitarfelog.is
Hrund Valgeirsdóttir verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu hjá Sambandinu segir hér frá því hvað er að finna á vefsíðunni í dag. Hún kynnir meðal annars hvernig Lausnatorgið, Reynslusögur og Kistan geta nýst sveitarfélögum í stafrænni umbreytingu. Einnig kynnir hún áhættugreiningu kennsluhugbúnaðar.