Fréttir
Könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna
Samband íslenskra sveitarfélaga safnar nú saman svörum úr könnun um stafræna stöðu sveitarfélaganna, en með henni má sjá hvernig stafrænni vegferð sveitarfélaganna hefur miðað undanfarin ár.
Vinnustofa með Google
Þann 9. október ætlar Google að halda vinnustofu um Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP eða DPIA). Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem bera ábyrgð á Google for Education í grunnskólum og er sett upp í tengslum við athugasemdir Persónuverndar á notkun hugbúnaðarins í skólum.
Mannabreytingar í stafræna teyminu
Í vor kvöddu þær Fjóla María og Hrund stafræna teymið og héldu á vit nýrra ævintýra. Í ágúst kom svo Dagný Edda Þórisdóttir til liðs við teymið. Dagný er mörgum sveitarfélögum að góðu kunn en hún kemur frá Advania þar sem hún var deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar Skólalausna.
Sveitarfélagavefir á Ísland.is
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið að vinna í greiningu og þjónustu á þörfum sveitarfélaga í tengslum við umræðuna að vefir sveitarfélaga fari inn á Ísland.is í samræmi við markmið í stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera. Greining hefur leitt í ljós að margt er sameiginlegt með vefjum sveitarfélaga og margt má samnýta þegar farið er í vinnuna að setja nýja vefi sveitarfélaga í loftið.
Þrjú verkefni hlutu Nýsköpunarverðlaun hins opinbera
Þrjú verkefni hlutu Nýsköpunarverðlaun hins opinbera árið 2024 sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar í opinberri starfsemi.
Veita hefur fengið andlitslyftingu
Á síðustu vikum hefur verið unnið að endurbótum á Veitu, bakvinnslukerfi vegna fjárhagsaðstoðar.
Samantekt samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu árið 2023
Þau verkefni sem stafrænt umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að á sl. ári í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni þróun.
Mest lesið árið 2023
Áætla má að áhugi á stafrænum málefnum sveitarfélaga hafi aukist til muna frá ári til árs útfrá aukningu umferðar á vefsíðuna fyrir stafræn sveitarfélög.
Námsferð til Eistlands í ágúst 2023
Farið var dagana 28.-30. ágúst 2023 í sameiginlega námsferð félags samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS), stafræns umbreytingateymis sambandsins (SUT), stafræns ráðs sveitarfélaga og faghóps um stafræna umbreytingu til Eistlands. Tilgangur námsferðarinnar var að kynnast nálgun Eista á samstarfi og stafrænni uppbyggingu hins opinbera.
Sveitarfélög fá gervigreindarspjallmenni
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert samning til eins árs við danska hugbúnaðarfyrirtækið Cludo fyrir hönd 20 sveitarfélaga um að innleiða heildstæða lausn fyrir vefsíður sem innifelur í sér hefðbundna leit og gagnvirkt gervigreindarspjall sem nýtir risamállíkan (GPT-4).
Stafrænt umbreytingateymi 2 ára
Stafrænt ráð sveitarfélaga lagði fram tillögu á stjórnarfundi í lok árs 2020 um að stofnað yrði stafrænt umbreytingateymi innan veggja sambandsins sem teldi þrjá einstaklinga. Í júní 2021 hófu tveir nýjir starfsmenn störf í teyminu og er því teymið orðið 2 ára.
Stafrænt pósthólf fyrir sveitarfélögin
Í lögum um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda nr. 105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna í stafrænu pósthólfi fyrir 1. janúar 2025.
Staða spjallmenna verkefnis
Spjallmenni er eitt af þeim stafrænu verkefnum sem sveitarfélögin kusu að fara í samstarf saman árið 2022.
Mest lesið árið 2022
Ýmislegt nýtt efni bættist við stafrænu vefsíðu sveitarfélaga á árinu 2022.
Vinnustofa fyrir skrifstofuumhverfi sveitarfélaga
Vinnustofa var haldin miðvikudaginn 12. október sl. fyrir fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Vinnustofan var vegna ákvörðunartöku um kaup á hugbúnaði fyrir skrifstofuumhverfi sveitarfélaga. Þátttakendur vinnustofunnar voru að mestu leyti fjármálastjórar eða ákvörðurnartökuaðilar vegna hugbúnaðarkaupa, alls 22 manns frá um 12 sveitarfélögum.
Stefnumörkun stafrænnar þróunar á Landsþingi sambandsins
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið á Akureyri 28.-30.september.
Stefnumótunarvinnustofa samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu
Vinnustofa var haldin föstudaginn 26. ágúst sl. um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu. Þátttakendur vinnustofunnar voru einstaklingar úr faghópi um stafræna umbreytingu og stafrænu ráði sveitarfélaga, alls 17 manns frá 10 sveitarfélögum.